Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Starfsmenn vinnuskólans síðasta sumar fóru ekki varhluta af góða veðrinu.
Starfsmenn vinnuskólans síðasta sumar fóru ekki varhluta af góða veðrinu.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um störf í Vinnuskóla Akureyrar fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.

14-15 ára eru í vinnuhópum sem starfa um allan bæ við að fegra og snyrta umhverfið og hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins. Vinna 16 og 17 ára unglinga fer fram hjá stofnunum og félögum Akureyrarbæjar og felst að mestu í gróðurumhirðu.

Starfstímabil og vinnutími

Starfstímabilið fyrir 14 ára (2008) er frá 07. júní – 12. ágúst.
Vinnutíminn er frá 12:15 – 15:45 frá mánudegi til föstudags.
Hver 14 ára unglingur getur unnið allt að 105 klst.

Unglingar fæddir 2007 eru fyrir hádegi en þeir sem fæddir eru 2008 eru eftir hádegi.

Starfstímabil 15 ára (2007) er frá 09. júní - 12. ágúst.
Vinnutíminn er frá 8:00 – 11:30 frá mánudegi til föstudags.
Hver 15 ára unglingur getur unnið allt að 120 klst.

Hér eru allar helstu upplýsingar um Vinnuskólann og hér er sótt um störfin.

Umsóknafrestur rennur út 27. maí nk.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan