Deiliskipulag suðurhluta Oddeyrar - tillögur að breytingum

Gránufélagsgata 22-24, tillaga í auglýsingu - sjá HÉR

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Gránufélagsgötu 22 og 24. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á lóð Gránufélagsgötu 24 verði gerður byggingarreitur fyrir parhús eða fjölbýlishús með 2-4 íbúðum. Á lóð Gránufélagsgötu 22 verður gerður byggingarreitur fyrir einbýlishús.

Tillagan er í Skipulagsgátt þar sem er opið fyrir athugasemdir.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 1.nóvember 2023.

Norðurgata 3-7, vinnslutillaga í kynningu - sjá HÉR

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Norðurgötu 3, 5 og 7. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð þar sem heimilt verður að reisa tvö fjórbýlishús á tveimur hæðum auk riss. Núverandi bygging undir spennistöð á lóðinni mun standa áfram og verða nýtt sem geymsla fyrir íbúa fjórbýlishúsanna.

Tillagan er í Skipulagsgátt þar sem er opið fyrir athugasemdir.

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 29.september 2023.

***

Deiliskipulagsuppdrætti fyrir ofangreindar tillögur má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, á heimasíðu Akureyrarbæjar undir Auglýstar skipulagstillögur.

Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar og koma athugasemdum og ábendingum á framfæri ef einhverjar eru.

Athugasemdum og ábendingum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is, bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í gegnum Skipulagsgátt.

13.september 2023,
skipulagsfulltrúi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan