Setning Barnamenningarhátíðar

Barnamenningarhátíð á Akureyri hefst þriðjudaginn 9. apríl og stendur til sunnudagsins 14. apríl. Á dagskrá eru alls kyns listasmiðjur og ótal viðburðir við hæfi barna á öllum aldri.

Setning hátíðarinnar verður í Hamragili í Hofi kl. 16-17 þriðjudaginn 9. apríl. Grunnsveit Tónlistarskólans á Akureyri spilar, Herra Hnetusmjör flytur nokkur lög, hópur frá Dansstúdíói Alice dansar, sýnt verður atriði úr fjölskyldusöngleiknum vinsæla Gallsteinar afa Gissa og sýning á myndskreytingum í barnabókum verður opnuð formlega. Enginn aðgangseyrir og ungir sem aldnir hvattir til að mæta og gleðjast yfir menningu barna.

Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn. Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé ókeypis.

Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að verða fyrsta barnvæna sveitarfélagið.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar á barnamenning.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan