Tjaldsvæðisreitur - Skipulagslýsing og kynningarfundur

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreit þar sem áður var tjaldsvæði við Þórunnarstræti.

Nú liggur fyrir skipulagslýsing þar sem fram kemur hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Lýsinguna má nálgast hér .

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagslýsinguna og senda inn ábendingar, annað hvort með tölvupósti á skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 10. febrúar nk.

 

Fimmtudagur 26. janúar verður efnt til kynningarfundar í kaffiteríu á 2. hæð í Íþróttahöllinni (gengið inn um aðalinngang að sunnanverðu).

Á fundinum munu skipulagshönnuðir kynna fyrirhugaða skipulagsvinnu og í kjölfarið verður boðið upp á þátttöku í umræðuhópum.

Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 18:00.

 

Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér spennandi uppbyggingu til framtíðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan