Samþykktar skipulagstillögur - Jaðarsvöllur, Hálönd og Hrísey

Breyting á deiliskipulagi Jaðarsvallar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 2. júní 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Jaðars­völl.
Breytingin felur í sér að á 18,5 ha svæði á suðvestanverðu golfvallarsvæðnu verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golf­völl.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi 3. áfanga Hálanda.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 2. júlí 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hálönd.
Breytingin felur í sér að afmörkun skipulagssvæðis stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum auk göngustíga sem tengja svæðið við aðliggjandi stíga, útivistarsvæði og nýtt leiksvæði.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis í Hrísey.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 10. júní 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Norður­veg 6-8 í Hrísey.
Breytingin felur í sér að lóðin verður íbúðarhúsalóð auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja allt að 50 m² gróðurhús og hækkar nýtingarhlutfall úr 0,09 í 0,10.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Hér er hægt að skoða auglýsinguna sem birtist í b-deild Stjórnartíðinda.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan