Samþykktar skipulagstillögur fyrir Jaðarsíðu, Jóninnuhaga og Hafnarstræti

Breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Vestursíðu.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 29. janúar 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Jaðarsíðu 2.
Breytingin felur í sér að einbýlishúsalóð er breytt í parhúsalóð. Byggingarreitur er stækkaður, bílastæðum fjölgað og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,40 í 0,46.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 29. janúar 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Jóninnuhaga 2-4.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall fyrir Jóninnuhaga 2 hækkar úr 0,51 í 0,56 og lóð undir bílastæði stækkar úr 96 m² í 129,6 m². Nýtingarhlutfall fyrir Jóninnuhaga 4 hækkar úr 0,51 í 0,55 og lóð undir bílastæði stækkar úr 96 m²í 129,6 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Innbæjar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 4. febrúar 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 32 og 34.
Breytingin felur í sér að lóðinni verður breytt í íbúðarhúsalóð. Gert er ráð fyrir að fjarlægja megi núverandi atvinnuhúsnæði og byggja í staðinn tvö íbúðarhús með allt að 8 íbúðum. Afmörkuð verða 8 ný bílastæði á lóðinni. Þá er einnig gert ráð fyrir að lóð spennistöðvar við Hafnarstræti 32 minnki þannig að núverandi bílastæði verði utan hennar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar 25. mars 2020,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 8. apríl 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan