Samþykktar skipulagstillögur

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Naustahverfis, 3. áfangi – Geirþrúðarhagi 6.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 28. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulags­breytingu fyrir Geirþrúðarhaga 6.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,43 í 0,56 og að byggja má tvö aðskilin hús í stað eins.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfanga – Njarðarnes 12.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 28. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulags­breytingu fyrir Njarðarnes 12.
Breytingin felur í sér að lóðin stækkar úr 4.065,7 m² í 4.237,7 m², nýtingarhlutfall hækkar úr 0,50 í 0,55, byggingarmagn lóðarinnar eykst því um 317,6 m² og verður 2.350,5 m². Þak húss verður einhalla og mesta vegghæð verður 12,5 m.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Naustahverfis, 3. áfangi – Margrétarhagi 1.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 10. október 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Margrétarhaga 1.
Breytingin felur í sér að leyfilegt verði að byggja þakbyggingu allt að 12 m² brúttó, leyfilegt verður að byggja þak sem nær út fyrir þakbygginguna á þremur hliðum, aðeins verður kvöð um inn­byggðar bílgeymslur í 2 af 5 íbúðum hússins, nýtingarhlutfall hækkar úr 0,40 í 0,44, hámarks­vegghæð verður 8,4 og leiðrétt verði merking á uppdrætti varðandi fjölda íbúða.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. desember 2018,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 10. desember 2018

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan