Samþykktar skipulagstillögur

Breyting á deiliskipulagi – Geirþrúðarhagi 4
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 28. ágúst 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Geirþrúðarhaga 4.
Breytingin felur í sér lóðarstækkun vegna fjölgunar bílastæða við hús Geirþrúðarhaga 4A og 4B og stækkar því lóðin úr 1.856 m² í 1.884 m². Er gert ráð fyrir að bílastæði stækki um 2 m til austurs og 3,8 m til vesturs og fjölgar bílastæðum úr 14 í 17.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi – Klettaborg 5-7
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 13. nóvember 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Klettaborg 5 og 7.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 7 við Klettaborg stækkar til norðurs úr 585,0 m² í 641,5 m². Lóð nr. 5 við Klettaborg minnkar úr 689,0 m² í 632,5 m², byggingarreitur er stækkaður til austurs um 4 m og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,35 í 0,42.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi – Rangárvellir 3
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 30. október 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli 3.
Breytingin felur í sér að afmarkaður verður byggingarreitur sem er 9 x 16 m að stærð en nýtingar­hlutfall lóðar verður óbreytt. Þá er gert ráð fyrir að vestan til á lóðinni verði heimilt að steypa bása fyrir spenna.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 20. nóvember 2019,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 26. nóvember 2019

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan