Samþykktar skipulagstillögur

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi:


Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 30. janúar 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Oddeyrarbryggju.
Breytingin felur í sér að lóð fyrir þjónustuhús er stækkuð til austurs um 110 m², byggingarreitur
stækkar og umferðar- og þjónustusvæði er minnkað.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. janúar 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Skarðshlíð.
Breytingin felur í sér að fjölbýlishúsalóð við Skarðshlíð 20b minnkar úr 6.229 m² í 6.129 m² svo
hægt verði að gera breytingar á götunni í framtíðinni.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfanga, fyrir Goðanes 12.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. janúar 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Goðanes 12.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur minnkar úr 7.400 m² í 2.736 m², heimilt verður að byggja 
eitt hús og er nýtingarhlutfall, mesta vegghæð og þakhalli óbreytt. Innkeyrslum á lóðina fækkar úr
fjórum í tvær en innkeyrslur eru ekki sýndar á uppdrætti.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Bjarkarstígs 4.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. janúar 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Bjarkarstíg 4.
Breytingin felur í sér stækkun á þakbyggingu vegna viðhalds og verður stækkunin allt að 15,4 m²
að grunnfleti og þakhæð hækki um allt að 50 sm.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis – skipulagsákvæði.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 31. október 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir skipulagsákvæði Hagahverfis.
Markmið með breytingunni er annars vegar að stuðla að betra jafnvægi í stærðum og herbergjafjölda íbúða í fjölbýlishúsum og hins vegar að bæta almenn gæði íbúða og íbúðarumhverfis með
hagsmuni íbúa að leiðarljósi.
Breytingar verða einungis gerðar á skilmálum deiliskipulagsins. Engin breyting er gerð á
skipulagsuppdrætti.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 13. febrúar 2019,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
__________
B-deild – Útgáfud.: 28. febrúar 2019

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan