Nýtt deiliskipulag fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar - Niðurstaða bæjarstjórnar

Tryggvabraut
Tryggvabraut

Skipulagssvæðið afmarkast af Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar. Skipulagstillagan gerir grein fyrir útfærslu götu og gatnamóta með það að markmiði að endurbæta Tryggvabraut, auka umferðaröryggi og bæta tengingar gangandi og hjólandi vegfarenda. Þá er jafnframt gerð grein fyrir byggingarreitum og byggingarheimildum innan lóða.

Tillagan var auglýst frá 12. október til 28. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust. Í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar voru gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni eftir auglýsingu sem vörðuðu staðsetningu gangbrauta og biðstöðva strætisvagna.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan