Nr. 699/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Deiliskipulag - Miðbær Akureyrar & Breyting á deiliskipulagi – Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.

Breyting á deiliskipulagi – Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 1. júlí 2014 deiliskipulagsbreytingu fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.
Breytingin felur m.a. í sér að skipulagsmörkum er breytt og stækkar skipulagssvæðið til vesturs.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 42. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.

Deiliskipulag - Miðbær Akureyrar.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 6. maí 2014 deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar.
Deiliskipulagið nær til miðbæjar Akureyrar og jaðarsvæða hans. Skipulagðar eru m.a. nýjar byggingalóðir, bílastæði skilgreind og hluti Glerárgötu þrengdur í eina akbraut í hvora átt.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Með gildistöku skipulagsins falla úr gildi fjórar eldri deiliskipulagstillögur:

Akureyri – Deiliskipulag miðbæjar, frá 1981, með síðari breytingum.

Deiliskipulag Strandgötu, frá 1993.

Miðbær Akureyrar – Deiliskipulag norðurhluta, frá 1996, með síðari breytingum.

Torfunef – Strandgata, frá 2005, með síðari breytingum.

 

F. h. Akureyrarkaupstaðar, 8. júlí 2014,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. 

B-deild – Útgáfud.: 22. júlí 2014

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan