Nr. 189/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Ásatún 40-48

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. janúar 2015 samþykkt deiliskipulags­breytingu fyrir Naustahverfi, 1. áfanga á lóð nr. 40-48 við Ásatún.
Breytingin felur m.a. í sér að lóðin Ásatún 40-48 stækkar og heimilt verður að byggja þar fjögur fjölbýlishús í stað tveggja. Eftir breytingu eykst heildarfjöldi íbúða og verða þær 60, auk þess fjölgar bílastæðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 10. febrúar 2015,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 25. febrúar 2015

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan