Niðurstaða bæjarstjórnar – Gilsbakkavegur 15

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 15. desember 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af Oddeyrargötu, Gilsbakkavegi og lóð við Oddagötu. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verður að byggja við núverandi hús á suðurhlið og hækkar nýtingarhlutfall í 2,1, byggingarreitur og lóð stækka til suðurs og austurs. Hluti Gilsbakkavegar og bílastæði hliðrast til suðurs en bílastæðum fækkar ekki.

Tillagan var auglýst frá 18. júní til 22. júlí 2020. Athugasemdir bárust sem leiddu ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan