Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 – lóð við Glerárskóla

Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-
2030. Breytingin felur í sér stækkun á lóð Glerárskóla, merkt S27, til vesturs að
Drangshlíð. Er fyrirhugað að byggja nýjan leikskóla á þessu svæði sem m.a. hefur
aðkomu frá Drangshlíð. Drög að deiliskipulagi eru einnig lögð fram til kynningar.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar.
Einnig er hægt að skoða tillöguna hér:

Aðalskipulagstillaga
Deiliskipulagstillaga

Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í 
Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is
innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.

22. maí 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan