Kynning á aðgerðaráætlun gegn hávaða við þjóðveg 1 auk hluta hliðargatna

Tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC) var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005. Samkvæmt reglugerðinni skal kortleggja hávaða og útbúa aðgerðaráætlanir fyrir þéttbýlissvæði með yfir 100.000 íbúa og vegna hávaða frá stórum vegum með ársdagsumferð yfir 8000 ökutæki (3 milljónir ökutækja á ári).

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 17. mars 2015 aðgerðaráætlun gegn hávaða en kortlagning hávaða frá umferð á stærstu götum Akureyrar gefur til kynna að hávaði er yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum.

Aðgerðaráætlunin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð, til 22. apríl 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér áætlunina. Áætlunin og hávaðakortlagningin er einnig aðgengileg hér fyrir neðan:

Aðgerðaráætlun

Kortlagning

Ábendingum er hægt að skila skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.                                    

                                                  Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan