Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 endurskoðaða tillögu að
deiliskipulagi
ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í endurskoðuninni var tekið tillit til athugasemda sem bárust vegna
auglýsingar fyrri tillögu.
Deiliskipulagið nær til skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýjum
skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir
nýju vatnssöfnunarlóni til snjóframleiðslu.
Uppdrátt ásamt greinargerð er hægt að skoða hér að neðan og einnig í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 11. desember til 22. janúar 2014, svo að þeir sem þess
óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. janúar 2014 og skal athugasemdum skilað
skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og
heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Greinargerð
Uppdráttur 1:2500
Uppdráttur 1:6500
11. desember 2013
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar