Hafnarstræti 16 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Innbæjar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 20. desember 2022 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Innbæjar í samræmi við 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið tekur til lóðar Hafnarstrætis 16 og hluta aðliggjandi opins svæðis. Breyting á aðalskipulagi felst í stækkun íbúðasvæðis ÍB1 um 0,05 ha til suðurs og samsvarandi minnkun opins svæðis OP2. Breyting á deiliskipulagi felst í stækkun lóðarinnar Hafnarstrætis 16 um rúmlega 500 m2 til suðurs, stækkun byggingarreits fyrir allt að 300 m2 viðbyggingu á einni hæð og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,158 í 0,27. Þá er jafnframt gert ráð fyrir byggingarreit fyrir 30 m2 geymslubyggingu auk þess sem gerð er grein fyrir bílastæðamálum á lóðinni. Minnkun á opnu svæði sunnan við lóðina leiðir af sér skerðingu á leiksvæði sem fyrir er á svæðinu. Til mótvægis mun leiksvæðið verða stækkað til austurs, það girt af og leiktækjum bætt við ásamt gróðri.

Tillögurnar voru auglýstar frá 12. október til 28. nóvember 2022. Sex athugasemdir bárust auk undirskriftalista með undirskriftum 137 einstaklinga og leiddu þær ekki til breytinga á skipulaginu. Skipulagstillögurnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun og munu taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagstillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan