Gildistaka deiliskipulagsbreytinga í miðbæ, Krossaneshaga og Austursíðu

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. október 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar.
Breytingin sem nær til svæðisins næst höfninni við Hofsbót felur m.a. í sér breytingar á lóðum, einni lóð er bætt við, breytingar verða á Torfunefsbryggju og gert er ráð fyrir gönguleið austan Strandgötu 14.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. nóvember 2016,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 13. desember 2016


Breyting á deiliskipulagi miðbæjar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. desember 2016 samþykkt deiliskipulagsbreyt-ingu fyrir miðbæ Akureyrar vegna Kaupvangsstrætis 8 og 10-12.
Breytingin felur m.a. í sér að lóðirnar 8 og 10-12 eru sameinaðar í eina lóð Kaupvangsstræti 8-12. Byggingarreitum er breytt vegna fyrirhugaðrar tengibyggingar og breytinga við aðalinngang. Nýtingarhlutfall verður 2,0.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.


F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. desember 2016,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála

B-deild – Útgáfud.: 7. desember 2016

Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, C-áfanga.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 15. nóvember 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossaneshaga, C-áfanga.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Ægisnes stækkar um 1.227 m². Byggingarreitur og afmörkun skipulagssvæðisins breytast að sama skapi.


Breyting á deiliskipulagi Austursíðu – athafnasvæði.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 15. nóvember 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Austursíðu – athafnasvæði.
Breytingin sem nær til lóðar nr. 6a við Frostagötu felur í sér stækkun á byggingarreit og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,30 í 0,45.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.


F.h. Akureyrarkaupstaðar, 22. nóvember 2016,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild – Útgáfud.: 6. desember 2016

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan