Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Heiðartún 2-12, Krókeyrarnöf 21 og Sjafnarnes 2

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. febrúar 2017 samþykkt þrjár breytingar á deili­skipulagi:

Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfanga.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 2-12 við Heiðartún fjölgar íbúðum úr 12 í 15. Hámarks­byggingarmagn eykst úr 1.560 m² í 1580 m². Breyting er gerð á bílastæðakröfu og kröfu um bíl­geymslur. 

Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28 og Naustagötu.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf eykst hámarksbyggingarmagn úr 389 m² í 460 m². Gerður er byggingarreitur fyrir sundlaug og tækjarými.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, B-áfanga.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 2 við Sjafnarnes stækkar byggingarreitur og færist nær suður- og austurmörkum lóðarinnar. Hámarkshæð bygginga hækkar úr 8 m í 14 m.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. febrúar 2017,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 24. febrúar 2017

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan