Deiliskipulagsbreyting vegna Stekkjartúns 32-34, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. janúar 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið nær til lóðar nr. 32-34 við Stekkjartún og er hún stækkuð að lóð Stekkjartúns 30. Stígur þar á milli er felldur niður. Íbúðarfjöldi eykst úr 12-14 í allt að 20 íbúðir. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara og er því fjölgun bílastæða á lóð.

Tillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 til 6. janúar 2016. Athugasemd barst sem leiddi til breytinga á skipulaginu. Hámarkshæð hússins er 13,5 m en var 14 m í auglýstri tillögu. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send til Skipulagsstofnunar og tekur hún gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

21. janúar 2016

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan