Deiliskipulag Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæða - Niðurstaða bæjarráðs

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. júlí 2016 samþykkt deiliskipulag Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæða, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti, Hrafnagilsstræti, Skólastíg, Eyrarlandsvegi, austurmörkum lóða við Barðstún og lóðarmörkum Menntaskólans á Akureyri til suðurs. Í deiliskipulaginu felst m.a. að afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir viðbyggingar, lóðamörk skilgreind og breytingar á götum og gangstéttum.

Tillagan var auglýst frá 11. maí til 22. júní 2016. Þrjár athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Byggingareitur fyrir bílskúr í Möðruvallastræti 3 er felldur niður og lóðalínu milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 hnikað til. Hverfisvernd er sett á tvær húsaraðir og gert er ráð fyrir friðlýsingu tveggja húsa. Deiliskipulagið verður sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan