Deiliskipulag Akureyrarflugvallar, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. desember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Akureyrarflugvöll í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið liggur innan flugvallar svæðisins að sunnanverðu. Í deiliskipulaginu felst að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd beint í austur út að Eyjafjarðará sem einnig felur í sér færslu á reiðleið/gönguleið yfir Eyjafjarðará.

Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september 2018. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

3 janúar 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan