Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar - Hofsbót 2

Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 1. mars 2022 breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin á við um lóðina Hofsbót 2 og felst í smávægilegri stækkun byggingarreits og auknu byggingarmagni fyrir allt að 10 íbúðir á 2.-4.hæð ásamt verslunar- og þjónustustarfsemi á fyrstu hæð.

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 22. nóvember 2021 til 11. janúar 2022 og bárust fjórar athugasemdir sem leiddu til þess að gerð var sú breyting að fallið var frá áformum um fimm hæða byggingu á lóðinni.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagstillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

Skipulagsfulltrúi

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan