Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og Aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 - niðurstaða bæjarráðs og sveitarstjórnar

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar og sveitarstjórn Hörgársveitar hafa þann 20. ágúst 2015 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og Aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 vegna tilfærslu sveitarfélagsmarka til móts við Lón í Hörgársveit.

Breytingin felur í sér að sveitarfélagsmörkin færast til suðurs og austurs á um 160 m kafla og verður mótaður nýr farvegur Lónsár. Land Akureyrarkaupstaðar skerðist um 0,4 ha og land Hörgársveitar stækkar að sama skapi.

Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarráðs og sveitarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla.

26. ágúst 2015

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Sveitarstjóri Hörgársveitar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan