Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna íbúðarbyggðar í Holtahverfi.

Skipulagsstofnun staðfesti 6. apríl 2021 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem sam­þykkt var í bæjarstjórn 16. febrúar 2021.
Í breytingunni felst endurskoðun á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarbyggðir ÍB17 og ÍB18 í Holta­hverfi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Á ÍB17 verður heimiluð uppbygging allt að tveggja hæða fjölbýlishúsa í stað fimm einbýlishúsa syðst á svæðinu. Á ÍB18 verður heimiluð upp­bygging 200–400 íbúða í blandaðri byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsstofnun, 6. apríl 2021.

F.h. forstjóra,

Ólafur Árnason.

B deild - Útgáfud.: 20. apríl 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan