Skipulagsráð

430. fundur 11. september 2024 kl. 08:15 - 11:11 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson varaformaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Hlíðarendi land 4 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024071470Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí 2024 þar sem Ólafur Stefánsson óskar eftir breytingu á aðalskipulagi fyrir land Hlíðarenda.

Málið fór fyrir fund skipulagsráðs 14. ágúst 2024 þar sem óskað var eftir að Ólafur kæmi á næsta fund skipulagsráðs til að ræða mögulegar útfærslur.

Ólafur sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ólafi fyrir umræðurnar. Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu við breytingu á aðalskipulagi sbr. erindið.

2.Óseyri 4 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090378Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Oka ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar, fyrir lóð Óseyrar 4. Á lóðinni er afmarkaður byggingarreitur fyrir hús á einni hæð og er nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,5. Er óskað eftir að heimilt verði að reisa á byggingarreit hús sem getur verið 8,5 m að hæð og að hluta á tveimur hæðum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Óseyrar 4 og 6. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Óseyri 19 - deiliskipulagsbreyting vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2024090322Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2020 var samþykkt að gerð yrði breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar þar sem lóð Óseyrar 19 er stækkuð til samræmis við tillögur um hæðarlegu lóðarmarka og uppsetningu girðingar. Málið kláraðist ekki á þeim tíma og er það því lagt fyrir að nýju ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi sem að mati ráðsins er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar eingöngu umsækjanda og Akureyrarbæ. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar.

4.Lundargata 2-6 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121791Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða 2-6 við Lundargötu. Deiliskipulagsbreytingin var í kynningu frá 8. ágúst til 5. september sl. Á kynningartíma bárust 2 umsagnir, frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands, og eru þær meðfyljandi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar án breytinga frá þeirri tillögu sem var grenndarkynnt. Að mati ráðsins hefur endurgerð húsa við Lundargötu 2 og 6 tekist vel til auk lagfæringa á umhverfi þeirra. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá árinu 1997 er gert ráð fyrir að byggt verði nýtt hús á lóð nr. 4 upp við götu en að bakhús á lóð 4 og 6 verði fjarlægð. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er ekki lengur gert ráð fyrir að byggt verði nýtt hús á lóð 4 en í staðinn er miðað við að bæði bakhúsin verði endurbyggð og telur skipulagsráð það góða og raunhæfa lausn á uppbyggingu svæðisins þó svo að það sé að hluta í ósamræmi við þær hugmyndir sem settar voru fram fyrir tæpum 30 árum síðan.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

5.Hafnarstræti 18 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090364Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Fjölnis ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 18.

Óskað er eftir að breyta húsnæði úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði fyrir gististarfsemi.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu. Um er að ræða íbúðarhús á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði og lóðin skilgreind sem íbúðarhúsalóð í gildandi deiliskipulagi. Að mati ráðsins eru ekki forsendur til að breyta notkun hússins í atvinnustarfsemi.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

6.Háhlíð 4 - umsókn um 2 fasteignanúmer

Málsnúmer 2024090290Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2024 þar sem að Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir því að fá að skipta Háhlíð 4 í tvö fasteignanúmer.

Meðfylgjandi eru tillögur frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið, þar sem einbýlishúsi á lóðinni verði breytt í tvíbýlishús. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Höfðahlíðar 14, 15 og 17 og Háhlíðar 2 og 6. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Höfðahlíð 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023071273Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2024 þar sem Björn Þór Guðmundsson fh. BF Bygginga ehf óskar eftir framlengdum fresti til framkvæmda á lóð Höfðahlíðar 2 til næsta vors. Áður hafði skipulagsráð gefið frest út júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir að framlengja frest til framkvæmda til 1. maí 2025.

8.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 2024060858Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð Eflu verkfræðistofu í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyrarbæ. Fimm tilboð bárust í gerð áætlunarinnar og var Efla lægstbjóðandi og hefur umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið.

9.Reglur um lokun gatna - endurskoðun

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Í júní, júlí og ágúst 2024 var Göngugatan (hluti Hafnarstrætis) lokuð fyrir umferð vélknúinna farartækja alla daga vikunnar. Nú hefur gatan verið opnuð fyrir umferð að nýju og er næsta skref að meta reynslu af þeim breytingum sem gerðar voru og í kjölfarið taka ákvörðun um hvort gera þurfi frekari breytingar á reglum um lokun gatna.


Skipulagsráð samþykkir að fela starfsmönnum þjónustu- og skipulagsssviðs að undirbúa könnun um reynslu af lokun Göngugötunnar.

10.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2024.

11.Akureyrarvöllur - skipulag

Málsnúmer 2023030895Vakta málsnúmer

Umræða um samkeppni og skipulag fyrir Akureyrarvöll.
Skipulagsráð samþykkir að setja á fót vinnuhóp með 3-5 fulltrúum til að vinna að gerð samkeppnislýsingar fyrir Akureyrarvöll í samráði við starfsmenn skipulagsfulltrúa. Er miðað við að skipað verði í hópinn á næsta fundi skipulagsráðs.


Jón Hjaltason óháður óskar bókað eftirfarandi:

Ég lýsi mig samþykkan því að settur sé á laggirnar umræddur vinnuhópur að því tilskildu að niðurstöður hans verði með öllum tiltækum ráðum - meðal annars á opinberum borgarafundi - lagðar í dóm Akureyringa. Betra samt væri þó að skoða hugi bæjarbúa varðandi þá einföldu spurningu hvort þeir vilji yfir höfuð að byggt sé á Akureyrarvelli. Það er hið eðlilega fyrsta skref.

Fundi slitið - kl. 11:11.