Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 2024060858

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 164. fundur - 18.06.2024

Lögð fram drög að verðfyrirspurn varðandi gerð umferðaröryggisáætlunar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framkvæmd verði verðkönnun vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar Akureyrarbæjar í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 168. fundur - 03.09.2024

Lagt fram minnisblað varðandi opnun tilboða í verðfyrirspurn um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyrarbæ. Fimm tilboð bárust.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægstbjóðanda EFLU ehf. skv. tilboði þeirra að upphæð kr. 5.952.000 um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyrarbæ.

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Lagt fram tilboð Eflu verkfræðistofu í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyrarbæ. Fimm tilboð bárust í gerð áætlunarinnar og var Efla lægstbjóðandi og hefur umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 173. fundur - 19.11.2024

Haldin var kynning á gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyreyrarbæ.

Berglind Hallgrímsdóttir frá EFLU, Arna Kristjánsdóttir frá EFLU og Arwa Alfadhli


verkefnastjóri teiknistofu umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og skipar Brynju Hlíf Þorsteinsdóttur L-lista og Ingimar Eydal B-lista í samráðshóp vegna um umferðaröryggisáætlunar.

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Berglind Hallgrímsdóttir samgönguverkfræðingur hjá Eflu kynnti vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akureyrarbæ sem er í vinnslu.
Skipulagsráð þakkar Berglindi Hallgrímsdóttur fyrir kynninguna.