Óseyri 4 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090378

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Oka ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar, fyrir lóð Óseyrar 4. Á lóðinni er afmarkaður byggingarreitur fyrir hús á einni hæð og er nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,5. Er óskað eftir að heimilt verði að reisa á byggingarreit hús sem getur verið 8,5 m að hæð og að hluta á tveimur hæðum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Óseyrar 4 og 6. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.