Á fundi bæjarráðs þann 26. janúar sl. var tekið fyrir erindi Mannvits verkfræðistofu dagsett 4. janúar 2023, f.h. lóðarhafa Týsness 18 og 20, um að lóðin Týsnes 16 verði tekin frá fyrir mögulega stækkun á fyrirhugaðri starfsemi Íslandsþara í allt að 3 ár með árlegri endurskoðun. Bæjarráð samþykkti að leggja til við skipulagsráð að fresta úthlutun lóðarinnar í samræmi við erindið þar sem nægur fjöldi lóða til atvinnuuppbyggingar væri í boði. Komi til þess að fyrirsjáanlegur skortur verði á sambærilegum lóðum á þeim tíma þá verði ákvörðunin endurskoðuð.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Ákvörðun um forgang við úthlutun lóðar nr. 16 við Týsnes er vísað til bæjarráðs.