Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi nýtingu hluta svæðis við Norðurtanga sem efnisgeymslu og athafnasvæði án leyfis. Undanfarin ár hafa borist ítrekaðar kvartanir vegna umgengni á svæðinu og ryks frá efnishaugum. Var meðal annars fjallað um svæðið á fundi heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) þann 24. nóvember 2021 auk þess sem ábendingar sem hafa borist HNE hafa verið sendar Akureyrarbæ. Akureyrarbær hefur jafnframt ítrekað farið fram á að starfsemi á svæðinu verði hætt, án árangurs.