Lögð fram tillaga Arkís arkitektastofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20.
Á fundi bæjarstjórnar þann 15. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Skarðshlíð 20 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umrædd breyting fól í sér breytingu á byggingarreit fyrir 3ja til 5 hæða vinkilbyggingu ásamt bílakjallara og bílastæðum ofanjarðar. Tillagan sem nú er lögð fram gerir að auki ráð fyrir að hámarkshæð hússins hækki úr 16,2 m yfir gólfkóta fyrstu hæðar í 17,5 m.
Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.