Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. mars 2023:
Erindi dagsett 2. janúar 2023 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felst í stækkun frístundabyggðar til vesturs þannig að allt land umsækjanda verði frístundabyggð. Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi umsögn Norðurorku um stækkun svæðisins til vesturs.
Jón Hjaltason óflokksbundinn og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Véku þau af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan til að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Jón Hjaltason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Andri Teitsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindi um að breyta aðalskipulagi en frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að afla umsagnar Norðurorku um stækkun svæðisins til vesturs.