Málsnúmer 2020100102Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga sækir um breytt deiliskipulag lóðar nr. 57 við Kjarnagötu. Eru breytingarnar eftirfarandi:
1. Nýtingarhlutfall húss verði 1,25 vegna kjallara og fjölgun íbúða (reikna með að nota ca. 1,2).
2. Nýtingarhlutfall bílgeymslu verði 0,40 (reikna með að nota ca. 0,32).
3. Breikkun byggingarreits í austur um 0,6 m.
4. Hliðrun byggingarreits á 4. hæð um allt að 10 m í suður.
5. Lágmarkslofthæð bílakjallara verði 2,3 m.
6. Aðkoma að leiksvæði verði suður og niður fyrir hús eftir gangstétt og þaðan inn á leiksvæði.
7. Svalagangar og stigahús fái að ná 1,6 m út fyrir byggingarreit (eins og svalir almennt).