Lögð fram tillaga að lýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði (þéttingarreitur), samfélagsþjónusta (S12) og verslun og þjónusta (VÞ7 og VÞ8). Er í breytingunni gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun samfélagsþjónustu, verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæsla.