Undirhlíð 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stæða fyrir kerrur og hjólhýsi

Málsnúmer 2020090632

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Erindi dagsett 22. september 2020 þar sem Sólveig Gunnarsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi nýtingu hluta lóðar Undihlíðar 3 sem stæði fyrir kerrur og hjólhýsi tímabundið. Húsfélag hússins hefur þegar samþykkt þessa breytingu.
Skipulagsráð hafnar því að svæðið verði nýtt sem stæði fyrir kerrur og hjólhýsi þar sem aðgengi að svæðinu er um göngustíg utan lóðar og gæti umferð bíla skapað óþarfa hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Með uppbyggingu íbúðarbyggðar austan Krossanesbrautar er líklegt að umferð um stíginn muni aukast. Þá er bent á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi er kvöð um að á þessum stað skuli settur runnagróður, sem hefur ekki verið gert.
Fylgiskjöl: