Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hagahverfis dagsett 22. október 2018. Er um að ræða tillögu að breytingu á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.3.1 um staðsetningu svefnherbergja við svalaganga, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og að lokum ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang. Er gert ráð fyrir að tillögurnar gildi eingöngu um lóðir sem ekki er búið að úthluta.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að ekki verði gerð breyting á kafla 3.3.1 um svalaganga og að það verði skýrt tilgreint til hvaða lóða deiliskipulagsbreytingin nær.
Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.