Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Verkfræðistofan Efla fyrir hönd Fallorku ehf.,
kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir styrkingu vegslóða að stíflustæði Glerárvirkjunar II, í eftirtöldum liðum:
a) Styrking vega að virkjunarsvæðinu í samráði við viðkomandi veghaldara, þ.e. vatnsveituvegar milli Sellækjar og Fríðuskálalækjar og gamla Hlíðarfjallsveginum frá lóð skotfélags að Sellæk. Um er að ræða 0 - 40 cm styrkingarlag á einstökum köflum.
b) Gerð vegslóða á rasksvæði pípulagnar frá Byrgislæk að lónstæði virkjunarinnar til að koma að tækjum til jarðvegsathugana.
c) Gröftur athugunargryfja í pípustæði og stíflustæði fyrirhugaðrar virkjunar. Gryfjustæði verði valin í pípu- og stíflustæði eftir því sem athugun vindur fram.
d) Könnun jarðefnis í lónstæði virkjunarinnar og haugsetning nýtilegs efnis innan rasksvæðis virkjunar.
e) Lagning burðarlags fyrir vinnuslóða og göngustíg í og meðfram pípustæði frá stíflu að Byrgislæk.
f) Gerð stígs og öryggismana á vesturhluta skotsvæðis.
Einnig er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í stíflustæði og pípustæði. Meðfylgjandi er tilkynningaskýrsla um framkvæmd til skipulagsstofnunar og ákvörðun skipulagsstofnunar dagsett 24. nóvember 2014 að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat. Einnig skýrsla frá Fornleifastofnun Íslands frá 2014 þar sem fram kemur að fyrri pípulega raskar ekki fornminjum sem kunnugt er um.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.