Nonnahagi, Hamrar - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðaralögn

Málsnúmer 2017030600

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Erindi dagsett 29. mars 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá spennistöð við Nonnahaga 4 að Götu sólarinnar og upp að Hömrum í gegnum ræktunarlóð í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi teikningu af fyrirhugaðri legu lagnarinnar sem að mestu leyti er utan deiliskipulagðs svæðis.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Eigandi lagnarinnar skal á sinn kostnað færa lögnina ef með þarf þegar svæði sem lögnin fer um verða deiliskipulögð.

Skila skal inn samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir lagnaleið og samþykki lóðarhafa lóða sem lögnin fer um áður en framkvæmdarleyfi verður gefið út.

Ganga skal frá jarðvegi og yfirborði lands eins og var fyrir framkvæmd.

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Fylgiskjöl: