Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.
Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdarfresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.
Engar athugasemdir bárust.
Fjórar umsagnir bárust.
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.
Minjastofnun gerir ekki athugasemd við þessa breytingu. Æskilegt sé þó að byggingar samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits og beri hana ekki ofurliði. Minnt er á að vinna er hafin við að gera húsin vestan götunnar að hluta að verndarsvæði í byggð sem nær annars yfir innbæinn og hluta Drottningarbrautarreits. Jafnframt er minnt á aðgát ef fornleifa verður vart við framkvæmdina.
2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017.
a) Tillagan gerir ráð fyrir 26 stæðum utan lóðar fyrir fjölbýlishúsin 3, en bent er á að stór hluti þeirra er núþegar nýttur af húsum í kring.
b) Íbúar í eldri húsum við götuna hafa bent á nauðsyn þess að fá merkt stæði á svæðinu. Aftur er bent á nauðsyn þess að telja stæði á svæðinu sem heild.
c) Gæta þarf þess að húsin verði af sömu hæð, eða lægri, en húsin norðan og sunnan megin við.
d) Vert væri að setja sérstakt ákvæði um útlit klæðninga húsa.
e) Tekið skal fram, þrátt fyrir athugasemdir, að breytt skipulag er vissulega skref í rétta átt. Fjöldi íbúða er bara mögulega helst til of mikill.
3) Norðurorka, dagsett 4. júlí 2017.
Veitur eru taldar fullnægjandi. Innheimt verða full heimtaugagjöld enda þarf að leggja og breyta lögnum sem nýtt væri.
4) Vegagerðin, dagsett 5. júlí 2017.
Engar athugasemdir eru gerðar.