Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Sandgerðisbót vegna lóðar fyrir skolphreinsistöð sbr. bókun skipulagsnefndar þann 24. júní 2015.
Skipulagsnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar lækki úr 0,33 í 0,31 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3383. fundur - 01.12.2015

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. nóvember 2015:

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Sandgerðisbót vegna lóðar fyrir skolphreinsistöð sbr. bókun skipulagsnefndar þann 24. júní 2015.

Skipulagsnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar lækki úr 0,33 í 0,31 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd - 116. fundur - 10.05.2016

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 19. apríl 2016 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar á tillögu að matsáætlun hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun hreinsistöðvar.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um tillögu að matsáætlun hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri.

Edward Hákon Huijbes V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytinu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar. Þar sem framkvæmdin fellur í flokk A í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er hún háð mati á umhverfisáhrifum. Frummatsskýrsla hefur nú verið gerð. Skipulagsnefnd tekur því aftur til skoðunar tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að leita skuli samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfismati sem byggt verður á frummatsskýrslu framkvæmdar.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt dagsett 30. janúar 2017 ásamt umhverfisskýrslu unnin af verkfræðistofnunni Eflu dagsett janúar 2017. Innkomin umsögn frá Umhverfisstofnun 2. febrúar 2017.
Skipulagsráð tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar og felur sviðstjóra skipulagssviðs að láta uppfæra umhverfisskýrsluna til samræmis við umsögn Umhverfisstofnunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði þannig breytt auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. febrúar 2017:

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt dagsett 30. janúar 2017 ásamt umhverfisskýrslu unnin af verkfræðistofnunni Eflu dagsett janúar 2017. Innkomin umsögn frá Umhverfisstofnun 2. febrúar 2017.

Skipulagsráð tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta uppfæra umhverfisskýrsluna til samræmis við umsögn Umhverfisstofnunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði þannig breytt auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Skipulagstillagan var auglýst frá 24. febrúar með athugasemdafresti til 7. apríl 2017. Skipulagsgögn voru aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Ein athugasemd barst:

1) Undirskriftalisti með 32 undirskriftum, dagsettur 22. mars 2017.

Gerð er athugasemd við að stígur meðfram sjónum sé felldur niður og að búið sé að girða lóðina af.


Fjórar umsagnir bárust:

1) Umhverfisstofnun, dagsett 10. mars 2017.

Við mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðvarinnar benti Umhverfisstofnun á að óvíst væri hvort sú aðgerð að dæla skólpi lengra frá landi muni hafa jákvæð áhrif á viðtakann nema að því marki að þynning mun aukast. Sjónmengun mun minnka. Á heildina litið telur Umhverfisstofnunin að deiliskipulagsbreytingin muni hafa jákvæð umhverfisáhrif í för með sér og gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 16. mars 2017.

Skipulagsstofnun telur að framlögð gögn lýsi skipulagsáformum og umhverfismati tillögunnar með fullnægjandi hætti.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. mars 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á svæðinu og eru því ekki gerðar athugasemdir. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

4) Náttúrufræðistofnun Íslands, dagsett 7. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Á fundinn kom Baldur Dýrfjörð frá Norðurorku.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi og inn kom varamaður hans Ólafur Kjartansson og sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð þakkar Baldri fyrir komuna.

Svar við athugasemd:

Skipulagsráð tekur undir athugasemdina hvað varðar rétt almennings til aðgengis að sjó og að í deiliskipulagi skuli vera ákvæði um að ekki verði heimilt að girða lóðina þannig af að aðgengi að sjó verði heft.

Umsagnirnar gefa ekki tilefni til frekari umfjöllunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3414. fundur - 02.05.2017

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. apríl 2017:

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Skipulagstillagan var auglýst frá 24. febrúar með athugasemdafresti til 7. apríl 2017. Skipulagsgögn voru aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Ein athugasemd barst:

1) Undirskriftalisti með 32 undirskriftum, dagsettur 22. mars 2017.

Gerð er athugasemd við að stígur meðfram sjónum sé felldur niður og að búið sé að girða lóðina af.


Fjórar umsagnir bárust:

1) Umhverfisstofnun, dagsett 10. mars 2017.

Við mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðvarinnar benti Umhverfisstofnun á að óvíst væri hvort sú aðgerð að dæla skólpi lengra frá landi muni hafa jákvæð áhrif á viðtakann nema að því marki að þynning mun aukast. Sjónmengun mun minnka. Á heildina litið telur Umhverfisstofnunin að deiliskipulagsbreytingin muni hafa jákvæð umhverfisáhrif í för með sér og gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 16. mars 2017.

Skipulagsstofnun telur að framlögð gögn lýsi skipulagsáformum og umhverfismati tillögunnar með fullnægjandi hætti.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. mars 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á svæðinu og eru því ekki gerðar athugasemdir. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

4) Náttúrufræðistofnun Íslands, dagsett 7. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Á fundinn kom Baldur Dýrfjörð frá Norðurorku.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi og inn kom varamaður hans Ólafur Kjartansson og sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð þakkar Baldri fyrir komuna.

Svar við athugasemd:

Skipulagsráð tekur undir athugasemdina hvað varðar rétt almennings til aðgengis að sjó og að í deiliskipulagi skuli vera ákvæði um að ekki verði heimilt að girða lóðina þannig af að aðgengi að sjó verði heft.

Umsagnirnar gefa ekki tilefni til frekari umfjöllunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að Norðurokru sé heimilt að girða af athafnasvæði sitt en þó ekki nær grjótvarnargarði en sem nemur einum metra. Ef í ljós kemur að Norðurorka þurfi aukið pláss vegna fráveitumannvirkja og sækja um breytingar mun bæjarstjórn skoða það með opnum huga.