Skarðshlíð - fyrirspurn um lóðir

Málsnúmer 2016120108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 6. desember 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðræðum um lóðaúthlutun til byggingar fjölbýlishúsa á þeim reitum sem merktir hafa verið sem mögulegir þéttingarreitir byggðar í Hlíðahverfi, þá helst við Skarðshlíð gegnt N1 stöðinni og norðan Skarðshlíðar við Þórsvöll.
Skipulagsráð þakkar sýndan áhuga á svæðinu. Lóðirnar verða auglýstar til umsóknar þegar deiliskipulag liggur fyrir og þær verða byggingarhæfar í samræmi við reglur um lóðaveitingar.