5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. mars 2017:
Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Johan Rönning hf., kt. 670169-5459, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við hús nr. 2 við Draupnisgötu.
Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 1. febrúar 2017 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni hjá Rögg teiknistofu.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit sem fyrir er, hækkun veggja langhliða og hækkun á nýtingarhlutfalli um 0,1. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Skipulagsráð heimilar hins vegar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.