Sjávargata 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016090007

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson er með fyrirspurn um byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 4. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd telur að umfang mannvirkjanna kalli á breytinu á deiliskipulagi og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu. Umsækjanda er bent á að vinna breytinguna í samvinnu við Hafnasamlag Norðurlands sem er með tillögu að deiliskipulagi aðliggjandi svæðis í vinnslu.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson lagði fram fyrirspurn um byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nýtt erindi barst 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fá að leggja fram umfangsmeiri breytingar í deiliskipulagi heldur en fyrst var sótt um. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 18. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson lagði fram fyrirspurn um byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nýtt erindi barst 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fá að leggja fram umfangsmeiri breytingar í deiliskipulagi heldur en fyrst var sótt um. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 18. nóvember 2016. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði óskað eftir umsögnum Isavia og Hafnasamlags Norðurlands.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson er með fyrirspurn fyrir byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd samþykkti að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 og var athugasemdafrestur til 25. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.

Þrjár umsagnir bárust.

1) Hafnasamlag Norðurlands.

Engin athugasemd er gerð.

2) Norðurorka, dagsett 23. janúar 2017.

Á lóðinni er mikið af lögnum allra veitna Norðurorku, auk kvaðar um dreifistöð rafveitu. Mikilvægt er að gera fyrirvara vegna mögulegra breytinga á veitulögnum og mögulegum kostnaði sem fellur á lóðarhafa vegna þeirra. Sama á við um dreifistöð rafveitu. Nauðsynlegt er fyrir lóðarhafa að ganga til samninga við Norðurorku hér að lútandi.

3) ISAVIA, dagsett 2. febrúar 2017.

Engin athugasemd er gerð en bent er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll sem ber að taka tillit til.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.


Umsækjandi gangi frá samningi, samanber umsögn Norðurorku, áður en byggingarleyfi verður gefið út og minnt er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. febrúar 2017:

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson er með fyrirspurn fyrir byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd samþykkti að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 og var athugasemdafrestur til 25. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.

Þrjár umsagnir bárust.

1) Hafnasamlag Norðurlands.

Engin athugasemd er gerð.

2) Norðurorka, dagsett 23. janúar 2017.

Á lóðinni er mikið af lögnum allra veitna Norðurorku, auk kvaðar um dreifistöð rafveitu. Mikilvægt er að gera fyrirvara vegna mögulegra breytinga á veitulögnum og mögulegum kostnaði sem fellur á lóðarhafa vegna þeirra. Sama á við um dreifistöð rafveitu. Nauðsynlegt er fyrir lóðarhafa að ganga til samninga við Norðurorku hér að lútandi.

3) ISAVIA, dagsett 2. febrúar 2017.

Engin athugasemd er gerð en bent er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll sem ber að taka tillit til.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Umsækjandi gangi frá samningi, samanber umsögn Norðurorku, áður en byggingarleyfi verður gefið út og minnt er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.