Þórunnarstræti 126 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016050030

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 4. maí 2016 þar sem Björn Þór Guðmundsson f.h. GB Bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um lóð nr. 126 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 27. janúar 2017 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd GB Bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um eigandaskipti á Þórunnarstræti 126. Sótt er um að eigandi verði skráður BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230.
Í reglum um lóðaveitingar segir í kafla 3.0.7 um framsal lóðar

"Lóðarhafa er óheimilt að framselja lóð sem hann hefur fengið úthlutað til þriðja aðila fyrr en lóðarsamningur hefur verið gefinn út."


Skipulagsráð hafnar því erindinu.