Málsnúmer 2013080065Vakta málsnúmer
Skipulagstillagan var auglýst frá 26. mars með athugasemdafresti til 7. maí 2014. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Með tillögunni er lögð fram hljóðskýrsla sem unnin var vegna breytingartillögu akstursíþróttasvæðisins, dagsett 19. apríl 2014.
Óskað var eftir umsögnum frá þrettán aðilum og bárust átta umsagnir.
1) KKA Akstursíþróttafélag dagsett 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Vegagerðin dagsett 4. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Minjastofnun dagsett 14. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
4) Hestamannafélagið Léttir, dagsett 29. apríl 2014. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir göngu- og reiðstíg í gegnum skipulagssvæði Hálanda, sem tengir fyrirhugaðan fólkvang á Glerárdal og hesthúsahverfið Hlíðarholt.
5) Norðurorka, dagsett 2. maí 2014.
Norðurorka vill koma á framfæri að stækkun húsa á svæðinu muni hugsanlega leiða til þess að lagnakerfi þurfa að taka aukinn flutning miðað við upphafsáætlun um stærðir húsa. NO telur þó að umrædd stækkun sé ekki svo mikil að breyta þurfi hönnun núverandi kerfis.
6) Vetraríþróttamiðstöð Íslands, dagsett 6. maí 2014.
Gerð var tilraun um nýja skíðaleið frá skíðahóteli að Hálöndum. Skíðaleiðin liggur í gegnum frístundabyggðina sem kallar á endurskoðun skipulags Hálanda. Með því að setja niður bílastæði sunnan við Hlíðarfjallsveg við Hálönd væri hægt að lengja skíðasvæðið umtalsvert.
7) Hlíðarfjall, Guðmundur K. Jónsson forstöðumaður, dagsett 6. maí 2014.
Sama athugasemd og nr. 6.
8) Umhverfisstofnun, dagsett 13. maí 2014. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd vegna tillögunnar.
Engar athugasemdir bárust.