Aðalskipulagsbreyting Naustahverfi - Hagar, skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2014010276

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu dagsetta 29. janúar 2014, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytinga á aðalskipulagi 3. áfanga Naustahverfis.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu dags. 29. janúar 2014, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna breytinga á aðalskipulagi 3. áfanga Naustahverfis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi er tekur til 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis, var auglýst í Dagskránni þann 29. janúar 2014.
Engar athugasemdir bárust.
Beiðni um umsagnir voru sendar til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Hverfisnefndar Naustahverfis.
Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 7. febrúar 2014.
a) Stofnunin telur að birta þurfi samantekt forsendna í tillögunni.
b) Meta þurfi áhrif nýs verslunar- og þjónustusvæðis á líklega framfylgd þegar skipulagðra svæða við Kjarnagötu og annarstaðar á Akureyri.
c) Gera þarf grein fyrir aðkomu að verslunar- og þjónustusvæðinu en samkvæmt lýsingu verður svæðið tengt við helstu samgönguæðar bæjarins.
d) Bent er á að kynna þarf tillöguna á almennum fundi eða á annan hátt.

Svör við athugasemdum:
a) Skipulagsstjóra er falið að taka saman forsendur fyrir breytingunni og birta á uppdrætti.
b) Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði meðfram Kjarnagötu. Þar sem engin eftirspurn hefur verið eftir slíkri þjónustu í fyrri áföngum og þegar verið gerðar breytingar á ákvæðum deiliskipulags Naustahverfis 1. áfanga hvað það varðar, er talið rétt að skilgreind verði sérstök verslunar- og þjónustulóð í 3. áfanga Naustahverfis til þess að þjónusta Naustahverfið. Ekki er talið að umrædd verslunar- og þjónustulóð hafi áhrif á uppbyggingu annarra verslunar- og þjónustulóða á Akureyri.
c) Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Nánari grein fyrir aðkomunni verður gerð í deiliskipulagi svæðisins.

d) Haldinn var opinn íbúafundur um aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagstillöguna þann 10. febrúar 2014.
Að öðru leyti er umsögninni vísað í vinnslu deiliskipulags Hagahverfis.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. febrúar 2014 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram komu í umsögn Skipulagsstofnunar dagsettar 7. febrúar 2014 um samantekt forsendna í tillögunni og þeim texta komið fyrir á uppdrætti.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3351. fundur - 18.02.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. febrúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 12. febrúar 2014 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram komu í umsögn Skipulagsstofnunar dags. 7. febrúar 2014 um samantekt forsendna í tillögunni og þeim texta komið fyrir á uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 178. fundur - 30.04.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 5. mars með athugasemdarfresti til 13. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Hagahverfi og breyting á reit 28 og Naustabraut, sjá málsnr. SN080099.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á vefsíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir bárust eftir athugasemdarfrest:
1) Umhverfisstofnun dagsett 14. febrúar 2014. Umsögn um skipulagslýsingu barst of seint og er því tekin fyrir nú.
a) Koma þarf fram hvernig umhverfisáhrif af nýrri legu Naustabrautar og uppfyllingar í stað brúar á Naustagili eru samanborið við eldri áætlun.
b) Koma þarf fram hvernig svæðið fyrir verslun og þjónustu fer saman við græna svæðið við Naustagötu og starfsemi á svæði fyrir þjónustustofnanir.
c) Koma þarf fram hvort græna svæðið við Naustagötu rýrnar við breytinguna.
2) Minjastofnun Íslands dagsett 15. apríl 2014.
Minnt er á skráðar minjar og einnig má gera ráð fyrir óþekktum minjum við gamla bæjarstæði Nausta. Gera þarf könnunarskurði þar sem jarðrask verður vegna Naustavegar og óskað er eftir samvinnu við Akureyrarbæ um slíka könnun áður en til framkvæmda kemur.
Engin athugasemd barst.

Svör við umsögnum:

1) a) Við val á veglínu var lögð áhersla á að skerða sem minnst fornleifar á Naustum. Vegurinn mun taka sveigju framhjá minjunum og koma á fyllingu í Naustagili. Gönguleið skal lögð undir veginn um göng til að tengja saman útivistarsvæði ofan og neðan vegarins. Tengibraut á brú yfir Naustagil yrði meira áberandi mannvirki en gatan í breyttri legu. Að auki eru samfélagsleg áhrif af breyttri legu tengibrautar jákvæð þar sem framkvæmdin verður mun ódýrari.

b) Núverandi þjónustusvæði minnkar á kostnað nýs verslunarsvæðis meðfram Kjarnagötu. Stærð græna svæðisins við Naust minnkar því lítillega vegna þeirra breytinga. Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Einnig er gert ráð fyrir gönguleiðum frá austri til vesturs og frá Hagahverfi að núverandi íbúðabyggð.

c) Grænu svæðin við Naustagötu og Kjarnagötu minnka um 1.7 ha við breytinguna en á móti stækkar óbyggt svæði neðan Naustabrautar um u.þ.b. 0.7 ha.

2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða hugsanlegar fornleifar á svæðinu.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 5. mars með athugasemdafresti til 13. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Hagahverfi og breyting á reit 28 og Naustabraut, sjá málsnr. SN080099.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á vefsíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir bárust eftir athugasemdafrest:
1) Umhverfisstofnun, dags. 14. febrúar 2014. Umsögn um skipulagslýsingu barst of seint og er því tekin fyrir nú.
a) Koma þarf fram hvernig umhverfisáhrif af nýrri legu Naustabrautar og uppfyllingar í stað brúar á Naustagili eru samanborið við eldri áætlun.
b) Koma þarf fram hvernig svæðið fyrir verslun og þjónustu fer saman við græna svæðið við Naustagötu og starfsemi á svæði fyrir þjónustustofnanir.
c) Koma þarf fram hvort græna svæðið við Naustagötu rýrnar við breytinguna.
2) Minjastofnun Íslands, dags. 15. apríl 2014.
Minnt er á skráðar minjar og einnig má gera ráð fyrir óþekktum minjum við gamla bæjarstæði Nausta. Gera þarf könnunarskurði þar sem jarðrask verður vegna Naustavegar og óskað er eftir samvinnu við Akureyrarbæ um slíka könnun áður en til framkvæmda kemur.
Engin athugasemd barst.
Svör við umsögnum:
1) a) Við val á veglínu var lögð áhersla á að skerða sem minnst fornleifar á Naustum. Vegurinn mun taka sveigju framhjá minjunum og koma á fyllingu í Naustagili. Gönguleið skal lögð undir veginn um göng til að tengja saman útivistarsvæði ofan og neðan vegarins. Tengibraut á brú yfir Naustagil yrði meira áberandi mannvirki en gatan í breyttri legu. Að auki eru samfélagsleg áhrif af breyttri legu tengibrautar jákvæð þar sem framkvæmdin verður mun ódýrari.
b) Núverandi þjónustusvæði minnkar á kostnað nýs verslunarsvæðis meðfram Kjarnagötu. Stærð græna svæðisins við Naust minnkar því lítillega vegna þeirra breytinga. Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Einnig er gert ráð fyrir gönguleiðum frá austri til vesturs og frá Hagahverfi að núverandi íbúðabyggð.
c) Grænu svæðin við Naustagötu og Kjarnagötu minnka um 1.7 ha við breytinguna en á móti stækkar óbyggt svæði neðan Naustabrautar um u.þ.b. 0.7 ha.
2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða hugsanlegar fornleifar á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Fram kom tillaga um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 5. mars með athugasemdarfresti til 13. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Hagahverfi og breyting á reit 28 og Naustabraut, sjá málsnr. SN080099.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á vefsíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Umsögn um skipulagslýsingu barst of seint og er því tekin fyrir nú.
1) Umhverfisstofnun dagsett 14. febrúar 2014.
a) Koma þarf fram hvernig umhverfisáhrif af nýrri legu Naustabrautar og uppfyllingar í stað brúar á Naustagili eru samanborið við eldri áætlun.
b) Koma þarf fram hvernig svæðið fyrir verslun og þjónustu fer saman við græna svæðið við Naustagötu og starfsemi á svæði fyrir þjónustustofnanir.
c) Koma þarf fram hvort græna svæðið við Naustagötu rýrnar við breytinguna.
Tvær umsagnir um tillöguna bárust eftir athugasemdarfrest:
1) Minjastofnun Íslands, barst 16. apríl 2014 (dagsett 15. apríl 2014).
Minnt er á skráðar minjar og einnig má gera ráð fyrir óþekktum minjum við gamla bæjarstæði Nausta. Gera þarf könnunarskurði þar sem jarðrask verður vegna Naustavegar og óskað er eftir samvinnu við Akureyrarbæ um slíka könnun áður en til framkvæmda kemur.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar dagsett 2. maí 2014, barst eftir að umsagnartíma lauk þann 16. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 30. apríl 2014.

2) Umhverfisstofnun dagsett 2. maí 2014.
Stofnunin tekur undir að þar sem byggð er skipulögð nærri umferðargötum séu mótvægisaðgerðir í formi hljóðmana nauðsynlegar. Stofnunin bendir á að strax í upphafi skipulags er hægt að gera ráð fyrir nægilegri fjarlægð frá byggð að umferðargötu til að viðmiðunarmörk hljóðvistar náist án mótvægisaðgerða.
Engin athugasemd barst.

Svör við umsögn um skipulagslýsingu:
1a) Við val á veglínu var lögð áhersla á að skerða sem minnst fornleifar á Naustum. Vegurinn mun taka sveigju framhjá minjunum og koma á fyllingu í Naustagili. Gönguleið skal lögð undir veginn um göng til að tengja saman útivistarsvæði ofan og neðan vegarins. Tengibraut á brú yfir Naustagil yrði meira áberandi mannvirki en gatan í breyttri legu. Að auki eru samfélagsleg áhrif af breyttri legu tengibrautar jákvæð þar sem framkvæmdin verður mun ódýrari.
b) Núverandi þjónustusvæði minnkar á kostnað nýs verslunarsvæðis meðfram Kjarnagötu. Stærð græna svæðisins við Naust minnkar því lítillega vegna þeirra breytinga. Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Einnig er gert ráð fyrir gönguleiðum frá austri til vesturs og frá Hagahverfi að núverandi íbúðabyggð.
c) Grænu svæðin við Naustagötu og Kjarnagötu minnka um 1.7 ha við breytinguna en á móti stækkar óbyggt svæði neðan Naustabrautar um u.þ.b. 0.7 ha.

Svör við umsögnum:

1) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða hugsanlegar fornleifar á svæðinu.

2) Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að gera breytingar á umfangi íbúðarsvæðisins frá samþykktu aðalskipulagi að öðru leyti en því að norðurjaðar þess breytist lítillega og landið nýtt eins og best verður á kosið, ekki síst vegna umhverfissjónarmiða. Til þess að það verði hægt er þörf á hljóðmönum meðfram tengibrautinni. Að öðru leyti gefur umsögnin ekki tilefni til svars.


Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 5. mars með athugasemdafresti til 13. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Hagahverfi og breyting á reit 28 og Naustabraut, sjá málsnr. SN080099.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á vefsíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Umsögn um skipulagslýsingu barst of seint og er því tekin fyrir nú.
1) Umhverfisstofnun dags. 14. febrúar 2014.
a) Koma þarf fram hvernig umhverfisáhrif af nýrri legu Naustabrautar og uppfyllingar í stað brúar á Naustagili eru samanborið við eldri áætlun.
b) Koma þarf fram hvernig svæðið fyrir verslun og þjónustu fer saman við græna svæðið við Naustagötu og starfsemi á svæði fyrir þjónustustofnanir.
c) Koma þarf fram hvort græna svæðið við Naustagötu rýrnar við breytinguna.
Tvær umsagnir um tillöguna bárust eftir athugasemdafrest:
1) Minjastofnun Íslands barst 16. apríl 2014 (dags. 15. apríl 2014).
Minnt er á skráðar minjar og einnig má gera ráð fyrir óþekktum minjum við gamla bæjarstæði Nausta. Gera þarf könnunarskurði þar sem jarðrask verður vegna Naustavegar og óskað er eftir samvinnu við Akureyrarbæ um slíka könnun áður en til framkvæmda kemur.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar dags. 2. maí 2014, barst eftir að umsagnartíma lauk þann 16. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 30. apríl 2014.

2) Umhverfisstofnun dags. 2. maí 2014.
Stofnunin tekur undir að þar sem byggð er skipulögð nærri umferðargötum séu mótvægisaðgerðir í formi hljóðmana nauðsynlegar. Stofnunin bendir á að strax í upphafi skipulags er hægt að gera ráð fyrir nægilegri fjarlægð frá byggð að umferðargötu til að viðmiðunarmörk hljóðvistar náist án mótvægisaðgerða.
Engin athugasemd barst.
Svör við umsögn um skipulagslýsingu:
1a) Við val á veglínu var lögð áhersla á að skerða sem minnst fornleifar á Naustum. Vegurinn mun taka sveigju framhjá minjunum og koma á fyllingu í Naustagili. Gönguleið skal lögð undir veginn um göng til að tengja saman útivistarsvæði ofan og neðan vegarins. Tengibraut á brú yfir Naustagil yrði meira áberandi mannvirki en gatan í breyttri legu. Að auki eru samfélagsleg áhrif af breyttri legu tengibrautar jákvæð þar sem framkvæmdin verður mun ódýrari.
b) Núverandi þjónustusvæði minnkar á kostnað nýs verslunarsvæðis meðfram Kjarnagötu. Stærð græna svæðisins við Naust minnkar því lítillega vegna þeirra breytinga. Aðkoma að verslunar- og þjónustulóðinni er um hringtorg frá Naustavegi en sú gata tengist Kjarnagötu og Naustabraut. Einnig er gert ráð fyrir gönguleiðum frá austri til vesturs og frá Hagahverfi að núverandi íbúðabyggð.
c) Grænu svæðin við Naustagötu og Kjarnagötu minnka um 1.7 ha við breytinguna en á móti stækkar óbyggt svæði neðan Naustabrautar um u.þ.b. 0.7 ha.

Svör við umsögnum:
1) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða hugsanlegar fornleifar á svæðinu.
2) Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að gera breytingar á umfangi íbúðarsvæðisins frá samþykktu aðalskipulagi að öðru leyti en því að norðurjaðar þess breytist lítillega og landið nýtt eins og best verður á kosið, ekki síst vegna umhverfissjónarmiða. Til þess að það verði hægt er þörf á hljóðmönum meðfram tengibrautinni. Að öðru leyti gefur umsögnin ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.