5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi.
Breytingartillögunni er gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dags. 29. janúar 2014.
Opinn kynningarfundur um aðal- og deiliskipulagstillöguna verður haldinn 3. febrúar 2014.
Skipulagsstjóra er falið að láta leiðrétta gönguleið sem sýnd er sunnan akstursíþrótta- og skotsvæðis og fjarlægja texta um breytingu á afmörkun náttúruverndarsvæðis á þéttbýlisuppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:
Ég vil að bærinn hafi frumkvæði að því að umhverfisáhrif framkvæmda vegna lónstæðis, stíflu og framkvæmda vegna virkjunar inni á Glerárdal verði metin sérstaklega. Þar verði horft sérstaklega til samspils fólkvangs og virkjunar, möguleika til útivistar og áhrifa framkvæmda á upplifunargildi svæðsins.
Ég bendi einnig á að mikilvægt er að vernda Glerárgil og jarðmyndanir þar. Friðlýsing giljanna samhliða því að þau falli inn í fólkvang er ekki nóg, þar sem jarðmyndanir þar geta orðið fyrir áhrifum af þegar samþykktum framkvæmdum. Þannig geta þær raskast þó ekki sé um eiginlegar nýjar framkvæmdir eða rask að ræða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að tryggja verndarstöðu jarðmyndana í Glerárgiljum.
Mikilvægt er að sátt skapist um uppbyggingu virkjunar og nýtingu svæðisins sem fólkvangs. Liður í því er að tryggja vernd náttúruminja og að möguleikar svæðisins sem útivistarsvæðis séu skýrt skilgreindir gegnum umhverfismat.
Skipulagsstjóra er falið að láta leiðrétta gönguleið sem sýnd er sunnan akstursíþrótta- og skotsvæðis og fjarlægja texta um breytingu á afmörkun náttúruverndarsvæðis á þéttbýlisuppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:
Ég vil að bærinn hafi frumkvæði að því að umhverfisáhrif framkvæmda vegna lónstæðis, stíflu og framkvæmda vegna virkjunar inni á Glerárdal verði metin sérstaklega. Þar verði horft sérstaklega til samspils fólkvangs og virkjunar, möguleika til útivistar og áhrifa framkvæmda á upplifunargildi svæðsins.
Ég bendi einnig á að mikilvægt er að vernda Glerárgil og jarðmyndanir þar. Friðlýsing giljanna samhliða því að þau falli inn í fólkvang er ekki nóg, þar sem jarðmyndanir þar geta orðið fyrir áhrifum af þegar samþykktum framkvæmdum. Þannig geta þær raskast þó ekki sé um eiginlegar nýjar framkvæmdir eða rask að ræða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að tryggja verndarstöðu jarðmyndana í Glerárgiljum.
Mikilvægt er að sátt skapist um uppbyggingu virkjunar og nýtingu svæðisins sem fólkvangs. Liður í því er að tryggja vernd náttúruminja og að möguleikar svæðisins sem útivistarsvæðis séu skýrt skilgreindir gegnum umhverfismat.