Skipulagslýsing vegna deiliskipulags 2. áfanga Hálanda var auglýst frá 28. ágúst - 11. september 2013.
Beiðni um umsagnir vegna lýsingar voru sendar eftirtöldum aðilum:
Landsvirkjun, Umhverfisstofnun, Hestamannafélaginu Létti, Heilbrigðiseftirliti NE, Minjastofnun Íslands, KKA, BA, Norðurorku, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun.
Fimm umsagnir bárust um lýsinguna:
1) Vegagerðin, dagsett 4. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 3. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
3) Norðurorka dagsett 9. september 2013.
Lagnir Norðurorku liggja um lönd jarðarinnar Hlíðarenda. Bent er á að gera þarf samkomulag við Norðurorku um viðkomandi lagnaleiðir og mögulegan kostnað af flutningi þeirra. Einnig þarf að tryggja framtíðarmöguleika Norðurorku til að viðhalda umræddum lögnum og nauðsynlegt að kvaðir um það séu tryggðar á skipulagssvæðinu.
4) Skipulagsstofnun dagsett 4. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
5) Umhverfisstofnun dagsett 17. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í Hálöndum, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 12. nóvember 2013.
Skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir 2. áfanga Hálanda og að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.