Erindi dagsett 11. september 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við:
Áfangi 2 svæði 1-3 Akurgerði, Hamragerði, Stekkjagerði og Kotárgerði.
Áfangi 2 svæði 4-8 Mýrarvegur, Engimýri, Víðimýri, Langamýri, Kambsmýri, Kringlumýri, Hrafnabjörg, Grænamýri, Rauðamýri, Byggðavegur, Þórunnarstræti, Þingvallastræti.
Áfangi 2 svæði 9-11 Norðurbyggð, Víðilundur.
Sjá meðfylgjandi teikningar.
Framkvæmdin miðast aðallega við ídrátt í fyrirliggjandi rör en auk þess verða settir niður nýjir brunnar og skápar einnig grafnar staðbundnar holur til breytinga á kerfi.
Rafmenn hafa umsjón með framkvæmdum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Afgreiðslu erindisins er frestað.