Erindi dagsett 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikningar.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um fyrirhugaða viðbyggingu við Óseyri 19 þar sem húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Innkomið bréf frá Minjastofnun dagsett 15. janúar 2014 þar sem stofnunin telur að húsið við Óseyri 19 muni njóta sín betur án svo umfangsmikillar viðbyggingar. Stofnunin mælist til að deiliskipulagstillagan verði endurskoðuð með eftirfarandi atriði í huga: a) meginform húsanna verði aðgreind með tengibyggingu, b) viðbygging verði lækkuð og form hennar lagað betur að mælikvarða gamla hússins og c) viðbygging verði afturkræf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.